Reyholtshátíð hefst í kvöld

júlí 23, 2008
Reykholtshátíð hefst með látum í kvöld með tónleikum Karlakórs St.Basil dómkirkjunnar í Moskvu í Reykholtskirkju. Dagskrá hátíðarinnar er þetta árið er stórglæsileg en hana má sjá í heild sinni á www.reykholtshatid.is, þar má einnig finna allar nánari upplýsingar um hátíðina.
 
 
 
 
 
Hátíðin fer fram í Reykholtskirkju og eru tónleikar eftirfarandi:
 
Miðvikudagur 23/07 kl.20:00
Karlakór St.Basil-dómkirkjunnar í Moskvu
Fimmtudagur 24/07 kl.20:00
Karlakór St.Basil-dómkirkjunnar í Moskvu
Föstudagur 25/07 kl.20:00
Karlakór St.Basil-dómkirkjunnar í Moskvu
Laugardagur 26/07 15:00
Donald Kaasch tenór ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttir
Laugardagur 26/07 20:00
Kammersveitin Virtuosi di Praga
Sunnudagur 27/07 16:00
Lokatónleikar Reykholtshátíðar
Hægt er að nálgast miða á www.midi.is

Share: