Vel heppnaður fundur um skipulagsmál

október 12, 2005
Margar skemmtilegar hugmyndir um skipulag Borgarness litu dagsins ljós á fundi um skipulagsmál sem fram fór á Hótel Hamri laugardagsmorguninn 8. október s.l. Góð þátttaka var á fundinum, en um 60 manns tóku þátt.
Í upphafi fundar flutti Richard Briem arkitekt hugleiðingu um skipulagsmál í Borgarnesi. Að loknu erindi Richards tóku vinnuhópar til starfa, en alls störfuðu fjórir hópar á fundinum og voru eftirfarandi mál tekin fyrir:
Framtíð Brákareyjar
Ný byggingarsvæði
Skipulag á miðsvæði Borgarness (Brúartorg, Digranesgata, Borgarbraut 50-72)
Vegtengingar við Borgarnes.
Niðurstöður úr vinnu hópanna verða kynntar á næstu dögum.
 
 

Share: