Forvarnarfræðsla gekk vel

október 14, 2005
Forvarnarfræðsla fór fram í Félagsmiðstöðinni Óðali s.l. fimmtudag og fengu unglingarnir fræðslu um skaðsemi tóbaks, áfengis og fíkniefna í mögnuðum fyrirlestri Magnúsar Stefánssonar hjá Maríta samtökunum. Það var að frumkvæði Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar í samvinnu við Grunnskóla Borgarness að fræðsludagur þessi var haldinn.
Um kvöldið fjölmenntu svo foreldrar á fund þar sem farið var yfir mikilvægi þess að foreldrar séu virkir þátttakendur í forvarnarstarfinu, bæði varðandi aðhald og eftirlit á börnum sínum og að þær reglur sem eru í gildi séu virtar.
Magnús les yfir foreldrum

Sýslumaður og verslunarstjórar funda

 
Farið var yfir mikilvægi þess að vita alltaf hvar barnið sitt er og hefur fyrir stafni. Mikilvæg er að kynnast vinum barna sinna og hringja í aðra foreldra til að vita vissu sína varðandi samskipti. Ítrekað var mikilvægi foreldrarölts og nágrannagæslu því viðvera fullorðinna hefur áhrif.
 
Lögreglan mætti og kynnti starf sitt og nýi fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar heilsaði upp á fundarmenn.
 
Daginn áður var fundur í Óðali þar sem sýslumaður og félagsmálayfirvöld funduðu með verslunar- og veitingahúsaeigendum varðandi aðgengi barna og unglinga að áfengi og tóbaki í verslunum og veitingahúsum.
Mikið var rætt þar um ungan aldur starfsmanna og að reykingar skyldu vera leyfðar inni í verslunum.
Jákvæður fundur þar sem menn voru á einu máli á að vinna saman að forvarnarmálum og bæta ástandið.
ij
 
 

Share: