Vel heppnaðir styrktartónleikar í Borgarneskirkju

október 29, 2015
Þriðjudaginn 27. október síðstaliðinn stóð Tónlistarskóli Borgarfjarðar fyrir tónleikum í Borgarneskirkju. Tónleikarnir voru haldnir til styrktar Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar en allur ágóði af tónleikunum rann til Krabbameinsfélagsins.
Tilurð tónleikanna var sú að síðastliðinn vetur höfðu nemendur Tónlistarskólans á Akranesi frumkvæði að tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness og á þeim tónleikum var boltanum kastað með áskorun í Borgarfjörð. Formaður Krabbameinsfélags Borgarfjarðar hafði samband við Tónlistarskóla Borgarfjarðar í haust sem tók áskoruninni og afraksturninn var vel heppnaðir tónleikar þar sem nemendur allt frá 5 ára til 49 ára komu fram ásamt kennurum sínum. Borgarneskirkja var þétt setin og vill Tónlistarskólinn færa öllum bestu þakkir sem komu að tónleikunum og styrktu þetta góða verkefni. Á tónleikunum var síðan boltanum varpað í Stykkishólm með áskorun um að halda verkefninu áfram.
 

Share: