Vel sóttur stefnumótunarfundur og ungmennaþing

nóvember 15, 2022
Featured image for “Vel sóttur stefnumótunarfundur og ungmennaþing”

Hvað er að frétta? var yfirskrift stefnumótunarfundar og ungmennaþings sem haldið var miðvikudaginn 9. nóvember sl. Viðburðurinn var afar vel sóttur, bæði af fullorðnum og ungmennum. Gaman er að segja frá því að ungmennin voru í meirihluta sem er mjög ánægjulegt og mikilvægt fyrir vinnuna sem framundan er.

Fundurinn fór þannig fram að ungmennin unnu í hóp og fullorðnir í sér hóp. Það sköpuðust góðar og gagnlegar umræður á borðunum hjá öllum hópum og í lok fundar kynntu tveir ungmennahópar sínar niðurstöður ásamt tveimur hópum frá fullorðnum.

Það er óhætt að segja að forvarnarteymið hafi úr nægu efni að moða og komu fram virkilega góðir punktar. Báðir hópar nefndu sérstaklega að það vantaði meiri fræðslu. Einnig var áberandi að íbúar vilja meira samtal og að fundnar verði leiðir til að efla foreldrasamstarf. Ungmennin vilja fá meira starf inn í Óðal og meiri fjölbreytni, betri aðstöðu til að stunda íþróttir, laga leiksvæði á opnum svæðum og við grunnskólana svo fátt eitt sé nefnt.

Forvarnarteymi Borgarbyggðar mun nú í framhaldinu rýna í þessar niðurstöður og er áætlað að hefja strax úrbætur og halda síðan annan framhaldsfund vorið 2023.


Share: