Umsóknir fyrir jólamarkað í Safnahúsi Borgarfjarðar

nóvember 14, 2022
Featured image for “Umsóknir fyrir jólamarkað í Safnahúsi Borgarfjarðar”

Aðventan nálgast nú óðfluga en fyrirhugað er að halda aðventuhátíð 27. nóvember nk. Hátíðin hefst á jólasamveru í Safnahúsi Borgarfjarðar áður en kveikt verður á jólatrénu í Skallagrímsgarði.

Óskað er eftir aðilum til að vera með söluborð á jólasamverustundinni í Safnahúsi Borgarfjarðar. Um er að ræða viðburður sem verður opinn öllum frá kl. 13:00 – 16:00. 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með söluborð skulu senda umsókn á netfangið mannlif@borgarbyggd.is. Tekið verður á móti umsóknum til og með 21. nóvember nk.


Share: