|
Bogi Ágústsson og Gísli Einarsson |
Síðastliðinn fimmtudag var formlega tekin í notkun ný aðstaða fyrir RUV að Bröttugötu 6 í Borgarnesi að viðstöddum fulltrúum RUV og sveitarfélaga á Vesturlandi. Segja má að þessi aðstaða sé fyrsta útvarpshús Vesturlands þótt ekki sé um að ræða formlega svæðisstöð en Gísli Einarsson fréttamaður rekur aðstöðuna en leigir út til afnota fyrir útvarpið. Í nýja húsnæðinu er fullbúið hljóðver og aðstaða fyrir vinnslu sjónvarpsfrétta og sjónvarpsþátta. Markmiðið er að aðstaðan verði nýtt af þeim sem starfa fyrir útvarpið á svæðinu og einnig dagskrárgerðarmönnum annarststaðar af landinu.
Sem dæmi má nefna að nú þegar hefur tvisvar verið útsending þar sem einn viðmælandi var í hinu nýja hljóðveri í Borgarnesi, annar á Akureyri en útvarpsmaðurinn í Reykjavík.
Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs RUV sagði við opnunina á fimmtudag að ekki væri á döfinni að koma á fót svæðisútvarpi á Vesturlandi en að vonir væru bundnar við að hin nýja aðstaða myndi auka þátt Vesturlands í ljósvakamiðlunum.