Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Borgarbyggðar

febrúar 5, 2003
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð.
Æskilegt er að umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins.
 
Umsóknir skulu berast forstöðumanni Fræðslu- og menningarsviðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, fyrir 20. febrúar næstkomandi.
 

Share: