Ákveðið hefur verið rýmka reglur sem gilda fyrir hóptíma í sal. Iðkendur sem skrá sig í hóptíma skuldbinda sig ekki til þess að mæta samfellt í fimm vikur. Nóg er að skrá sig einn tíma í einu en mikilvægt er að skrá sig.
Auk þess er vakin athygli á því að einkaþjálfarar og viðurkenndir íþróttakennarar mega bóka tíma í líkamsræktarstöðinni. Um er að ræða eina klukkustund og þarf hópurinn ásamt ábyrgðaraðila að framfylgja sóttvarnarreglum sem er í gildi hvað varðar fjöldatakmarkanir og skráningarskyldu. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Íþróttamiðstöðva í síma 433-7140.
Borið hefur á því að viðskiptavinir Íþróttamiðstöðvarinnar séu ekki að virða sóttvarnarreglur. Vakin er athygli á því að sóttvarnarreglur eru lögbundnar og brot á þeim er brot á lögum. Brot á sóttvarnarreglum felur í sér tafarlausan brottrekstur úr Íþróttamiðstöðinni.
- Allir þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram í hóptíma til að auðvelda smitrakningu.
- Hámarksfjöldi í hópæfingasal er 20 einstaklingar og skal sá hópur hafa aðgang að salernum sem ekki eru samnýtt af öðrum, á meðan einstaklingarnir dvelja á staðnum.
- Hver þátttakandi í hóptíma hafi æfingasvæði að lágmarki 4 fermetra (2m í hverja átt). Hver þátttakandi heldur sig innan síns svæðis út alla æfinguna.
- Engum búnaði má deila milli einstaklinga innan hvers tíma.
- Tryggja skal góða loftræstingu í salnum (með loftræstikerfi og að opna glugga).
- Hlé skal vera á milli tíma til loftræstingar og sótthreinsunar búnaðar og snertiflata og til þess að hópar mætist ekki í rýmum hússins t.d. á göngum og í anddyri.
Þátttakendur, þjálfarar og rekstraraðilar ber að gæta persónulegra sóttvarna
- Allir eiga að vera með hreinar hendur og spritta þær við komu á staðinn, eftir snertingu við mengað svæði og eftir að æfingum er lokið.
- Í sameiginlegum rýmum skal tryggja 2ja metra fjarlægð milli einstaklinga en ef því verður ekki við komið skulu þeir sem eru á svæðinu nota andlitsgrímur.
- Hver tími verði að hámarki 60 mín. og viðvera hvers iðkanda í húsi verði því aldrei lengri en 60 mín.
- Búningsklefar skulu vera lokaðir og þátttakendur komi tilbúnir til æfinga í stöðina.
Hreinsun og sótthreinsun búnaðar
- Tryggja þarf greiðan aðgang þátttakenda að handspritti og sótthreinsiklútum.
- Eftir æfingu sótthreinsi allir þann búnað sem þeir notuðu.
- Rekstraraðilar heilsu- og líkamsræktarstöðva bera ábyrgð á að allur búnaður sé sótthreinsaður milli hópa.
- Starfsmaður sjái um að þrífa og sótthreinsa snertifleti í æfingasal, salerni, vaska og aðra snertifleti.
- Upplýsingaskilti um smitvarnir eiga að vera sýnileg öllum.
Lesa má nánar um sóttvarnarreglur hér.