Unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar

maí 18, 2010
Ingibjörg Inga
Undanfarnar vikur hefur verið unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Varmalandsskóla hefur verið ráðin skólastjóri hins nýja skóla og tók hún til starfa um miðjan apríl og hefur unnið með stýrihópi frá þeim tíma. Gengið hefur verið frá ráðningu deildarstjóra við skólann. Ingibjörg Jónsdóttir verður deildarstjóri á Varmalandi, Ingibjörg Adda Konráðsdóttir á Kleppjárnsreykjum og Ástríður Einarsdóttir á Hvanneyri. Nú þegar hafa verið haldnir sameiginlegir fundir með skólaráðum skólanna sem og sameiginlegur starfsmannafundur og Ingibjörg Inga mun hitta nemendur í þessari viku.
Sameiginleg vorhátið nemenda veriður haldin á Hvanneyri föstudaginn 28. maí og loks er fyrirhugaður fundur með foreldrum barna í skólahverfinu í byrjun júní. Starfsmenn skólanna mun síðan koma saman snemma í júní og móti stefnu og áherslur í starfi hins nýja skóla sem taka mun til starfa í águst næstkomandi.
 

Share: