Góð gjöf Snorrastofu til Safnahúss Borgarfjarðar

maí 20, 2010
Safnahúsi Borgarfjarðar hefur borist góð gjöf frá Snorrastofu vegna 50 ára afmæli Byggðasafns Borgarfjarðar. Um er að ræða eftirtaldar bækur úr ritröð og útgefnar af Snorrastofu: Studies in Icelandic Fourteenth Century Book Painting (eftir dr. Lena Liepe, prófessor í listasögu við Háskólann í Osló), Snorres Edda i europeisk og Islands kultur (ritstjóri dr. Jon Gunnar Jørgensen), Den norröna renässansen. Reykholt, Norden och Europa 1150-1300 og bókina Til heiðus og hugbótar, sem í eru greinar um trúarkveðskap á fyrri tíð.
Síðast en ekki síst var innifalið í gjöfinni eintak af Reykjaholtsmáldaga sem Snorrastofa gaf út í samvinnu við Reykholtskirkju árið 2000. Um er að ræða eitt stakt kálfskinnsblað með máldaga kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði, þ.e. skrá yfir eignir og réttindi kirkjunnar seinni hluta 12. aldar til aldamótanna 1300.
 
Starfsfólk kann Snorrastofu bestu þakkir fyrir þessa veglegu gjöf og hlýhug til starfseminnar í Safnahúsi.
 
 

Share: