Safnahúsi Borgarfjarðar hefur borist góð gjöf frá Snorrastofu vegna 50 ára afmæli Byggðasafns Borgarfjarðar. Um er að ræða eftirtaldar bækur úr ritröð og útgefnar af Snorrastofu: Studies in Icelandic Fourteenth Century Book Painting (eftir dr. Lena Liepe, prófessor í listasögu við Háskólann í Osló), Snorres Edda i europeisk og Islands kultur (ritstjóri dr. Jon Gunnar Jørgensen), Den norröna renässansen. Reykholt, Norden och Europa 1150-1300 og bókina Til heiðus og hugbótar, sem í eru greinar um trúarkveðskap á fyrri tíð.
Síðast en ekki síst var innifalið í gjöfinni eintak af Reykjaholtsmáldaga sem Snorrastofa gaf út í samvinnu við Reykholtskirkju árið 2000. Um er að ræða eitt stakt kálfskinnsblað með máldaga kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði, þ.e. skrá yfir eignir og réttindi kirkjunnar seinni hluta 12. aldar til aldamótanna 1300.
Starfsfólk kann Snorrastofu bestu þakkir fyrir þessa veglegu gjöf og hlýhug til starfseminnar í Safnahúsi.