Unglingarnir fá boli með forvanaslagorðum

desember 4, 2012
Þriðjudaginn 27. nóvember fengu nemendur í 8., 9. og 10. bekkjum grunnskólanna í Borgarbyggð afhenta boli með forvarnarslagorðum frá Samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð. Nemendur sömdu slagorðin sjálfir, skiluðu um 80 slagorðum til forvarnarhópsins og 12 voru valin og sett á bolina. Við gerð slagorðanna fengu nemendur frjálsar hendur um hvað þau tækju fyrir varðandi forvarnir. Flest slagorðin snéru að neyslu áfengis og annarra vímuefna, en komið var inn á ýmsa aðra þætti, s.s. einelti, íþróttir og hreyfingu, reykingar og aðra tóbaksnotkun, sjálfsmynd og líðan, og ábyrgt kynlíf.
 
Eftirfarandi slagorð urðu fyrir valinu og prýða bolina þetta árið:
Ein víma, verður lífstíðar glíma.
Lífið er yndislegt, ekki sóa því.
Ekki sniffa kók, lestu frekar bók.
Ég vil eiga góða æsku!
Nógu töff til að segja nei
Ef þú ert hasshaus ertu rasshaus
Ef þú býður öðrum þá skemmir þú líf annara
Verum ekki hassaðir, verum massaðir
BÚ Á VÍMUEFNI!
Það er töff að segja nei
Góð hreyfing á dag kemur skapinu í lag
Einelti er eins og rusl og ætti að geymast í ruslinu
 
Önnur slagorð sem bárust:
Að dópa er eins og skrópa í lífinu.
Það skemmir marga hópa, þegar einn fer að dópa.
Líkaminn minn er musterið mitt
Kauptu teppi en ekki sveppi.
Að neyta eiturefna, er vitlaus stefna.
Ekki láta snjóa í hausnum á þér.
Vímuefni í nál, skaðar líkama og sál.
Það sem skaðar þína sál er belti og nál.
Hrein sál, ekkert mál.
Ég ætla ekki að deyja úr reykingum.
Veljum heilbrigðan lífstíl.
Ekkert mál fyrir hreina sál.
Ég ætla EKKI AÐ REYKJA og EKKI AÐ TAKA DÓP.
Drykkur djöfulsins : Gleði djöfulsins.
Hættu að reykja og gerðu eitthvað við líf þitt.
Ekkert sull, þá er ekkert rugl.
Lífsklukkan tifar
Börn nú til dags, það skortir allan aga!
Jósep segir: ekki reykja og drekka!
Símon segir: lærið vel!
Símon segir: notið smokka!
Heskey reykir ekki !
Áttu lungu ?…. hugsaðu þá um þau !
Súper mega bagg, NEI !
Elskaðu lífið, ekki bagg !
Heldur þú að mamma þín vilji að þú deyir ?
Þú þarft ekkert að fá þér mér er alveg sama
Ekki reykja, ekki bagga annars munum við kalla þig fagga
Maður á að dissa kók en ekki sniffa
Grænmeti og góðgæti, ekki dóptæki
Ef hverju ekki? Því ég er betri en það
Jón notar smokk og sniffar ekki kók, kann ekki á rokk og vill ekki smók
Vertu þú sjálf
Ekki skemma líf annara með fíkniefnum
Það bíður ekkert nema dauði þeirra sem reykja
Smokkinn í staðinn fyrir ónýt kynfæri
Brostu framan í heimin þá brosir heimurinn framan í þig
Segðu nei, það er í lagi
Bagg er bannað
Lifðu meðan þú ert ung(ur)
Vertu töff, ekki leggja í einelti
Þú ert nógu töff til að segja nei
Ég stunda íþróttir ég reyki ekki
Vertu hipster vertu þú sjálfur
Vertu öruggur notaðu smokkinn
Einelti er ekki kúl einelti er bara fyrir aumingja
Reykingar eru ógeðslegar ullaullaullabjakk
Njótum getnaðar með vörnum
Þú átt að drekka kók ekki sniffa það
Lífið er ekki auðvelt, afhverju að gera mér erfitt fyrir og nota vímuefni
Lífið er yndislegt
Ég er góður við vini mína og reyki ekki
Ekkert einelti
Skítt með dóp
Ekki reykja hass þá fer heilsan í smass
Þegar þú drekkur veistu aldrei, segðu nei!
Bagg er bannað
Ég er eins og ég er og þú ert eins og þú ert, ekki eitthvað annað
Líkamin er ekki fullkominn, ekki skemma hann með dópi, drykkju og reykingum
Við segjum nei við vímuefnum
Höfum ekki áhyggjur verum glöð
Ef þú reykir færðu það til baka
Vertu kúl og vertu í skólanum
Ef þú drekkur vín þá breytist þú í svín
Ef þú vilt vera batman þá skaltu ekki reykja, ekki dópa, ekki drekka eða neitt svoleiðis ullabjakk.
 

Share: