
Inga Björk hlaut verðlaunin í flokki einstaklinga fyrir að vera öðrum fyrirmynd og berjast fyrir bættu aðgengi og þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð.
Fimleikafélagið Gerpla fékk hvatningarverðlaun ÖBÍ í flokki fyrirtækja og stofnana og Lára Kristín Brynjólfsdóttir fékk verðlaunin í flokki umfjöllunar og kynningar.
Hvatningarverðlaunin voru nú veitt í sjötta sinn við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi og verðlaunin afhenti Jóni Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.