Undirskriftalisti – vantar leikvöll í Bjargslandið

október 29, 2014
Þrír vaskir krakkar úr Bjargslandinu í Borgarnesi komu á fund Kolfinnu sveitarstjóra í gær og afhentu henni undirskriftalista barnanna í hverfinu. Þau fara fram á úrbætur í leikvallamálum en í texta með undirskriftun segir:
 
“Okkur krakkana í Bjargslandi langar að fá eitthvað svæði í hverfinu okkar þar sem við getum leikið okkur til dæmis í fótbolta. Enginn sléttur blettur og ekkert mark er í okkar hverfi og við getum bara æft okkur í görðum eða í öðrum hverfum. Einu svæðin sem við höfum til að leika okkur er við leikskólann Ugluklett og í “kastalanum” og þar er bara hægt að æfa körfu. Við getum alveg örugglega fengið pabba og mömmur og afa og ömmur til að hjálpa til og svo erum við líka til í að gera eitthvað sjálf. Takk fyrir.”
 
Á listanum eru fjölmargar undirskriftir en það voru þau Valborg Elva og Birgir sem söfnuðu þeim. Magnús Baldur kom svo með Valborgu Elvu og Birgi í ráðhúsið að afhenda listann. Þau eru öll 8 ára. Kolfinna tók við listanum fyrir hönd sveitarstjórnar og gaf krökkunum merki Borgarbyggðar. Án efa á hún eftir að hvetja ráðamenn sveitarfélagsins til dáða í leikvallamálum.
 
Myndirnar tók Hulda Waage.
 

Share: