Undirritun húsaleigusamnings milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar

maí 10, 2015
Á Stórsýningu Rafta Bifhjólafélags Borgarfjarðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar sem haldinn var laugardaginn 9. maí með miklum glæsibrag var undirritaður húsaleigusamningur milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Samningurinn felur í sér að Fornbílafjelag Borgarfjarðar leigir þann hluta húsnæðis í Brákarey þar sem fjárrétt og gúanó var áður til húsa, samtals 1.646 m² og munu fulltrúar félagsins sinna viðhaldi húsanna eftir bestu getu.
Borgarbyggð óskar þeim til hamingju með gerðan samning. Myndir frá stórsýningunni er hægt að sjá á facebook-síðu Fornbílafjelagsins; https://www.facebook.com/Fornbilafjelag

 

Share: