Umsóknareyðublöð á netinu

október 9, 2001

Borgarbyggð hefur gert samstarfssamning við fyrirtækið Form.is.
Samningurinn gerir íbúum kleift að sækja um þjónustu til Borgarbyggðar
á Netinu og er nú hægt að nálgast nokkur umsóknareyðublöð bæði á vefsvæði
Borgarbyggðar og Form.is. Þar geta notendur fyllt út eyðublöð á sínu örugga
heimasvæði (sambærilegt við heimasvæði í netbönkum) og sent með rafrænum
hætti. Niðurstöður og tilkynningar berast á sama hátt til baka.

Fyrst um sinn verður hægt að senda eftirtaldar umsóknir til Borgarbyggðar:
– Umsókn um leikskólapláss
– Umsókn um byggingarleyfi
– Umsókn um byggingarlóð
– Umsókn um húsaleigubætur
– Umsókn um viðbótarlán

Innleiðing á rafrænni meðhöndlun er unnin í samstarfi við fyrirtækið
Íslensk upplýsingatækni sem sér einnig um vefsvæði Borgarbyggðar.

Með rafrænni afgreiðslu eykst þjónustu við íbúa Borgarbyggðar og aðra sem vilja senda inn umsóknir til sveitarfélagsins óháð afgreiðslutíma bæjarskrifstofunnar.


Share: