Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2012

maí 7, 2012
Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar mun í samstarfi við Landbúnaðarnefnd veita umhverfisviðurkenningar í fjórum flokkum í ár. Veittar verða viðurkenningar fyrir besta frágang lóðar við íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, snyrtilegasta bændabýlið og auk þess verður veitt sérstök viðurkenning Umhverfis- og skipulagsnefndar. Óskað er eftir tilnefningum frá íbúum um hverjir eigi að hljóta viðurkenningar í ofantöldum flokkum. Tilnefningar skal senda til Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa í bréfi eða tölvupósti fyrir 27. júlí 2012.
Sjá auglýsingu hér
 

Share: