Umhverfisviðurkenningar 2011

júlí 14, 2011
Frá umhverfis- og skipulagsnefnd:
Auglýst eftir tilnefningum frá íbúum Borgarbyggðar
Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar í samstarfi við Landbúnaðarnefnd hefur ákveðið að veita umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð í eftirfarandi fjórum flokkum:
1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði.
2. Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði.
3. Myndarlegasta bændabýlið.
4. Sérstök viðurkenning umhverfis- og skipulagsnefndar.
 
Vinsamlega sendið tilnefningar til Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa, Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 eða á netfangið bjorg@borgarbyggd.is.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar mun fara yfir tilnefningarnar í flokki 1, 2 og 4 og landbúnaðarnefnd mun fara yfir tilnefningar í flokki 3. Þær ákveða síðan hverjir hljóta umhverfisviðurkenningarnar í ár.
Nánar verður auglýst síðar hvenær viðurkenningarnar verða veittar.

Share: