Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2019

september 23, 2019
Featured image for “Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2019”

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar voru afhentar í Ráðhúsi Borgarbyggðar fimmtudaginn 19. september.  Þó nokkuð barst af tilnefningum og augljóst að margir íbúar leggja mikinn metnað í umhirðu og ásýnd lóða sinna og jarða.   Sérstaka viðurkenningu umhverfis- og landbúnaðarnefndar hlaut að þessu sinni Sturlaugur Arnar Kristinsson, bílstjóri hjá Íslenska gámafélaginu sem sinnir úrgangsþjónustu í dreifbýli Borgarbyggðar.

Hér að neðan er listi yfir verðlaunahafa ársin 2019 ásamt útdrætti úr umsögn dómnefndar.

  1. 1.      Snyrtilegasta bændabýlið

Norður- Reykir í Hálsasveit, Kolbrún Sveinsdóttir og Bjartmar Hannesson

Greinilegt er að ábúendur á bænum huga að því af miklum metnaði að ganga snyrtilega um, sem er krefjandi verkefni sem þarf að huga að alla daga á býli í rekstri.

  1. 2.      Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús

Arnarklettur 19 í Borgarnesi,  Sigurður Daníelsson og Bjarney Ingadóttir

Lóðin er afar snyrtileg og fjölbreyttur gróður er í garðinum. Aðkoma að húsinu er öll hin snyrtilegasta og greinilegt að mikil vinna og natni er lögð í umhirðu garðs og lóðar.

  1. 3.      Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði

HP Pípulagnir ehf , Brákarbraut 18-20

Lóðin hefur tekið stakkaskiptum og aðkoman er öll hin snyrtilegasta.

  1. 4.      Sérstök viðurkenning umhverfis-  og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála

Sturlaugur Arnar Kristinsson  starfsmaður Íslenska Gámafélagsins.

Stulli sinnir starfi sínu af einstakri alúð og á stóran þátt í því að  bændum og ábúendum gengur betur að flokka sinn úrgang og koma honum í réttan farveg.  Almenn ánægja ríkir með störf Stulla enda leggur hann sig alltaf fram um framúrskarandi þjónustu sem skilar sér í aukinni flokkun og  jákvæðum viðhorfum til úrgangsþjónustu. 


Share: