Umfjöllun um Borgarbyggð í þættinum Golfarinn á Stöð 2

júlí 17, 2020
Featured image for “Umfjöllun um Borgarbyggð í þættinum Golfarinn á Stöð 2”

Í síðustu viku var skemmtileg umfjöllun um Borgarbyggð og golfvelli sveitarfélagsins í þættinum Golfarinn á Stöð 2. Rætt var við Þórdísi Sif Sigurðadóttur sveitarstjóra og Jóhannes Ármansson framkvæmdastjóra Golfklúbbs Borgarness og fóru þau yfir það helsta í golfmálum í Borgarbyggð og hvaða aðrar afþreyingar eru í boði á svæðinu.

Golfarinn er fjölbreyttur og skemmtilegur þáttur þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson eru Hlyni Sigurðssyni innan handar í að kenna kylfingum allt um golfíþróttina. Fylgst er með þekktum Íslendingum keppa sín á milli, læra helstu trixin til að verða betri í íþróttinni auk þess sem farið er í golfferðir um Ísland.


Share: