Tónlistarskólinn – innritun og vortónleikar

maí 8, 2013
Næstkomandi föstudag 10. maí og mánudaginn 13. maí verður innritun nýrra nemenda í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Áhugasömum er bent á að hringja í síma 437 2330 eða senda tölvupóst á netfangið tskb@simnet.is. Þá er fólki einnig velkomið að líta við í skólanum þessa daga og fá að prófa hljóðfæri og spyrjast fyrir.
Vortónleikar skólans verða sem hér segir:
Mánudagur 13. maí kl. 18.00 í Tónlistarskólanum Borgarnesi
Mánudagur 13. maí kl. 20.00 Logalandi Reykholtsdal
Þriðjudagur 14. maí kl. 18.00 í Tónlistarskólanum Borgarnesi
Þriðjudagur 14. maí kl. 20.00 í Logalandi Reykholtsdal
Miðvikudagur 15. maí kl. 18.00 í Tónlistarskólanum Borgarnesi
Miðvikudagur 15. maí kl. 20.00 í Tónlistarskólanum – Söngdeild
Fimmtudagur 16. maí kl. 18.00 í Tónlistarskólanum Borgarnesi
Nemendur flytja fjölbreytta tónlist og lýkur tónleikunum með því að nemendur taka við prófskírteinum.
Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.
 
 

Share: