Tónleikum í Reykholtskirkju í kvöld frestað vegna veðurs

desember 1, 2015
Frestun verður á tónleikum kvöldsins, sem vera áttu í Reykholtskirkju kl. 20:00.
Þetta eru tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastsdæmis með tónlistarmönnunum Andrési Þór Gunnlaugssyni, Jóni Rafnssyni og Karli Olgeirssyni í samblandi við ljóðalestur með aðventublæ í höndum Guðlaugs Óskarssonar og Kristínar Á. Ólafsdóttur.
Tónleikunum hefur verið frestað til þriðjudagsins 15. desember kl. 20:00.
Með bestu kveðju frá aðstandendum tónleikanna.
 

Share: