Tilmæli sem taka gildi í dag 3. nóvember vegna fjölgunar Covid-19 smita

nóvember 3, 2021
Featured image for “Tilmæli sem taka gildi í dag 3. nóvember vegna fjölgunar Covid-19 smita”

Í ljósi aukinna smita í Borgarbyggð er ástæða til að bregðast hratt við ástandinu í samfélaginu og breyta verklagi sveitarfélagsins frá og með deginum í dag, 3. nóvember, til og með 17. nóvember nk.

Staðan verður endurmetin að þeim tíma loknum.

Framundan getur orðið röskun á starfsemi Borgarbyggðar vegna fjölda smita.

Íþróttamiðstöðvar í Borgarbyggð

  • Viðskiptavinir eru beðnir um að nota grímu.
  • Sundlaugarnar í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum verða opnar en geta lokast með stuttum fyrirvara.
  • Nauðsynlegt er að skrá komu sína á þar til gerð blöð í móttöku íþróttamiðstöðvanna.

Leik-, grunn- og tónlistaskólar

  • Starfsemi verður með hefðbundnum hætti en foreldrar og/eða forráðamenn eru beðnir um að nota grímu.
  • Móttaka og skil á börnum í leikskólum verður breytt og munu stjórnendur senda foreldrum og/eða forráðamenn póst með nánari upplýsingum og leiðbeiningum.
  • Móttaka og skil á börnum í grunnskólum verður breytt og munu stjórnendur senda foreldrum og/eða forráðamenn póst með nánari upplýsingum og leiðbeiningum.
  • Foreldrar sem koma með og/eða sækja börn í tónlistarskólann eru beðin um að koma ekki inn í skólann heldur bíða utandyra.

Frístund

  • Starfsemi verður með hefðbundnum hætti en foreldrar og/eða forráðamenn eru beðin um að taka á móti börnum utandyra.

Aldan og félagsþjónusta aldraða

  • Starfsemi verður með hefðbundnum hætti en skjólstæðingar eru beðnir um að nota grímu þegar við á, s.s. við móttöku í dósamóttöku og í sameiginlegum rýmum að Borgarbraut 65a.
  • Utanaðkomandi gestum er óheimilt að koma í Ölduna – hæfingu.

Safnahúsið

  • Starfsemin verður með hefðbundnum hætti en íbúar og aðrir gestir er beðnir um að nota grímu.

Ráðhúsið

  • Starfsemi verður með hefðbundnum hætti en íbúar og aðrir gestir eru beðnir um að nota grímu.

Íbúar Borgarbyggðar sem og aðrir gestir eru beðnir um að lágmarka heimsóknir sínar í stofnanir sveitarfélagsins eins og kostur er. Mælst er til þess að nota þess í stað síma eða tölvupóst þurfi þeir á þjónustu eða upplýsingum að halda. Hér má sjá nánari upplýsingar um netföng starfsfólks og símanúmer í stofnunum sveitarfélagsins.

Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugast vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum smitvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda eins metra fjarlægð og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur ykkur um næstu skref.

 

 


Share: