Tillaga að breyttu deiliskipulagi við Ytri-Skeljabrekku í Borgarbyggð

september 26, 2008
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ytri-Skeljabrekku skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Breytingin er í því fólgin að lóðin Varmabrekka 2 er stækkuð úr 3210m² í 7043m², byggingarreitur er færður til á lóð. Einnig er gerð breyting á J lið í skilmálum gildandi deiliskipulags. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá 26. sept. til 24. okt. 2008 og á heimasíðu sveitarfélagsins. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er svo gefinn frestur til 7. nóv. til að skila inn skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
 

Share: