Sprengingar vegna lagnavinnu í Borgarnesi

september 26, 2008
Frá og með föstudeginum 26. sept. verður unnið við sprengingar vegna lagnavinnu frá Borgarbraut og niður með húsi Vírnets hf. í átt til sjávar. Ætla má að verkið taki innan við tvær vikur.
Fyrir sprengingar verða gefin hljóðmerki og aftur að sprengingu lokinni.
Titrings kann að verða vart vegna sprenginganna í næsta nágrenni. Ef þú hefur einhverjar ábendingar vinsamlegast hafðu samband við öryggisstjóra verksins í síma 8402757.
Með fyrir fram þökkum og von um gott samstarf.
(Fréttatilkynning frá ÍSTAK hf.)
 

Share: