Uppfærð tilkynning vegna framkvæmda við gatnagerð í Bjargslandi

febrúar 4, 2020
Featured image for “Uppfærð tilkynning vegna framkvæmda við gatnagerð í Bjargslandi”

Vegna framkvæmda við gatnagerð í Bjargslandi hyggst verktakinn Borgarverk ehf. hefja vinnu við sprengingar á svæðinu í dag, þriðjudaginn 4. febrúar. 

Almennt séð verður sprengt tvisvar á dag, kl. 11:00 og 16:00 alla virka daga. Athugið að einungis verður sprengt kl. 16:00 í dag. 

Framkvæmdaraðilar munu gefa hljóðmerki áður er sprengt verður.

Mælar verða settir upp til að fylgjast með að útslag höggbylgju fari ekki upp fyrir leyfileg mörk.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.


Share: