Til foreldra barna í dreifbýli

desember 6, 2010
Akstursstyrkir á íþróttaæfingar 2010
Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félaga í Borgarbyggð afgreiddir. Umsóknum skal skilað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Ráðhús Borgarbyggðar með þeim gögnum sem óskað er eftir að fylgi s.k. nýjum reglum um þessa styrki.
 
Reglur um akstursstyrki vegna íþróttaæfinga
Reglur um akstursstyrki barna og unglinga sem stunda reglulegar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð. Um er að ræða skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð en ekki á vegum einstaklinga eða utanaðkomandi aðila.
Markmiðið með þessum reglum er að stuðla að jöfnun aðstöðu barna og unglinga í Borgarbyggð.
1. Styrkir eru greiddir vegna barna/unglinga á aldrinum 6-16 ára er hafa átt lögheimili í Borgarbyggð s.l. 4 mánuði áður en umsókn er skilað inn.
2. Til að eiga rétt á styrk þarf að framvísa á skrifstofu Borgarbyggðar:
· Akstursdagbók.
· Kvittun fyrir æfingagjöldum.
· Staðfestingu frá íþróttafélagi og/eða deild, þar sem fram kemur að æfingar eru stundaðar í a.m.k. 12 skipti yfir árið.
3. Aðeins er greiddur einn styrkur á heimili á ári, óháð fjölda barna.
4. Styrkirnir ná til skipulagðra íþróttaæfinga sem stundaðar eru innan sveitarfélagsins.
5. Ekki er greitt til íbúa sem búa innan 25 km (aðra leið) frá æfingastað.
6. Upphæð styrks fyrir íbúa sem búa í 25 km fjarlægð eða meira er kr. 25.000 á ári.
7. Styrkir eru greiddir út einu sinni á ári, í desember, að undangenginni auglýsingu frá Borgarbyggð þar um.
8. Gera skal ráð fyrir fjárhæð til greiðslu styrkjanna á fjárhagsáætlun málaflokksins íþrótta- og æskulýðsmál.
9. Tómstundanefnd er ábyrg fyrir framkvæmd og endurskoðun þessara reglna.
Endurskoðað og samþykkt á fundi sveitarstjórnar 18. nóv. 2010
Athugið!
Umsóknir þurfa að berast fyrir 31. desember 2010
Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar

Share: