Til foreldra barna 11 – 13 ára

maí 7, 2013
Sumarstarf fyrir börn 11 – 13 ára
Starfið hefst 10. júní og verður í 4 vikur, þ.e. til 5. júlí. Starfsemin verður með þeim hætti að ráðinn verður 1 fullorðinn aðili til að halda utan um starfið en síðan mun hópur unglingar úr unglingavinnunni verða til aðstoðar. Boðið verður upp á smíðavöll, leikskólavinnu, vettvangsferðir, útivist og einnig eru hugmyndir um leshóp, skákhóp og leiklistarhóp en ekki alveg öruggt að af verði.
Vegna mikilla vinsælda leikskólavinnunnar í fyrra verður hún með öðru sniði í ár. Í fyrstu atrennu er boðið upp á ½ daginn í 1 viku á leikskóla, en ef mögulegt reynist gefst kostur á annarri viku.
Starfsemin verður til húsa í kjallara félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi og er frá 9:00 – 12:00 og 13:00 -16:00.
(Leikskólavinna þó frá 8:30 – 11:30 og 13:00 – 16:00).
Verð kr. 1.000 á viku.
Fylla þarf út meðfylgjandi skráningarblað og skila í Ráðhúsi Borgarbyggðar fyrir 21. maí n.k. Skráningarblaðið má senda rafrænt til hjordis@borgarbyggd.is.
Nánari upplýsingar veitir Hjördís Hjartardóttir, s: 4337100, netfang: hjordis@borgarbyggd.is.
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar
 
 

Share: