Þrettándabrenna Borgarbyggðar og Björgunarsveitarinnar Brákar verður að vanda á Seleyri við Borgarnes. Brennan verður tendruð föstudaginn 6. janúar kl. 19.30. Steinka Páls heldur uppi fjörinu ásamt söngfuglum og Gísli Einarsson lætur gamminn geysa. Björgunarsveitin Brák verður svo með flugeldasýningu sem enginn verður svikinn af. Allir velkomnir!