Niðurstöður úr þjónustukönnun fyrir Borgarbyggð liggja nú fyrir. Markmið var að kanna þjónustu og fleiri þætti varðandi búsetu í Borgarbyggð. Það var Capacent Gallup sem gerði könnunina fyrir sveitarfélagið, en fyrirtækið hefur gert sambærilegar kannanir í öðrum sveitarfélögum sem auðveldar samanburð. Spurt var um flesta þjónustuþætti og niðurstöðurnar eftir því margvíslegar. Sumir þættir koma afar vel út en aðra þarf að bæta.
Alls voru 973 íbúar í úrtakinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr þjóðskrá. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar sveitarstjórnarmönnum og stjórnendum sveitarfélagsins í gær, fimmtudaginn 16. ágúst. Í kjölfarið mun könnunin fá umfjöllun í byggðaráði og í nefndum sveitarfélagsins.
Hér er að finna skýrsluna. Hún er alls 114 blaðsíður.