Talmeinafræðingur óskast til starfa

mars 30, 2015
 
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf talmeinafræðings. Starfshlutfall er 60% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni eru greining og meðferð talmeina sem og ráðgjöf til foreldra og kennara um talmeinamál. Viðkomandi skal vera áreiðanlegur, lipur í samskiptum og sýna sjálfstæð, skipulögð og vönduð vinnubrögð. Gerð er krafa um próf í talmeinafræðum frá Háskóla Íslands eða öðrum sambærilegum menntastofnunum.
Upplýsingar veitir Aldís Arna Tryggvadóttir í síma 433 7100.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl.
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið aldisarna@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
 
 

Share: