Sýningum á revíunni „Ekki trúa öllu sem þú heyrir” (og ekki trúa öllu sem þú sérð) sem Ungmennafélag Reykdæla sýnir um þessar mundir í félagsheimilinu Logalandi fer nú fækkandi. Leikritið hefur fengið góðar viðtökur og þykir skemmtileg innansveitarkróníka. Sýnt er í kvöld, miðvikudag og næsta laugardag 31. mars og síðustu sýningar eru áætlaðar á miðvikudag 4. apríl og laugardag 7. apríl.
Umf. Reykdæla
Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðapantanir eru hjá Önnu Dís í síma 865 4227.