
Þar er sögð saga fimmtán kvenna af starfssvæði safnanna og fór öll efnisöflun fram í nánu samstarfi við fjölskyldur þeirra sem rituðu texta og útveguðu myndir og gripi. Þess má geta að þegar sýningin verður tekin niður verður hún skrásett og heimildirnar settar á Héraðsskjalasafn til framtíðarvarðveislu, með góðfúslegu leyfi höfunda.
Hönnun sýningarinnar var í höndum Heiðar Harnar Hjartardóttur, grafísks hönnuðar í Borgarnesi. Sýningarspjöld voru prentuð í Framköllunarþjónustunni og sýningarskrár hjá Fjölritunarþjónustunni.
Ljósmynd (GJ): munir tengdir minningu Pálínu Ólafíu Pétursdóttur sem er ein kvennanna sem sýningin fjallar um.