Sýningin Gleym þeim ei hefur verið framlengd

október 7, 2015
Sýningin Gleym þeim ei hefur verið framlengd til 13. nóvember, en upprunalega var gert ráð fyrir sýningartíma út október. Metaðsókn hefur verið að sýningunni og hefur hún hlotið einróma lof gesta.
Þar er sögð saga fimmtán kvenna af starfssvæði safnanna og fór öll efnisöflun fram í nánu samstarfi við fjölskyldur þeirra sem rituðu texta og útveguðu myndir og gripi. Þess má geta að þegar sýningin verður tekin niður verður hún skrásett og heimildirnar settar á Héraðsskjalasafn til framtíðarvarðveislu, með góðfúslegu leyfi höfunda.
 
Hönnun sýningarinnar var í höndum Heiðar Harnar Hjartardóttur, grafísks hönnuðar í Borgarnesi. Sýningarspjöld voru prentuð í Framköllunarþjónustunni og sýningarskrár hjá Fjölritunarþjónustunni.
 
Ljósmynd (GJ): munir tengdir minningu Pálínu Ólafíu Pétursdóttur sem er ein kvennanna sem sýningin fjallar um.
 
 

Share: