Laugardaginn 29. febrúar kl. 13:00 verður opnuð sýning á verkum í eigu Listasafns ASÍ og Nýlistasafnsins. Sýningarstjóri er Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri Listasafns ASÍ. Sýndar verða landslagsmyndir frá Borgarfirði eftir Ásgrím Jónsson, Jón Þorleifsson og Jón Stefánsson auk verks í eigu Nýlistasafnsins eftir hollenska listamanninn Douwe Jan Bakker sem samanstendur af 72 ljósmyndum af ákveðnum þáttum úr landslagi og jarðfræði Íslands: ,,A Vocabulary Sculpture in the Icelandic Landscape‘‘
Viðburðir á næstunni eru eftirfarandi:
- Fimmtudaginn 5. mars kl. 10.30 heldur Ebba Guðný Guðmundsdóttir erindi á bókasafninu, um heilsu og næringu ungbarna.
- Næsti myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns verður fimmtudaginn 12. mars kl. 10.00.
- Sama dag (12. mars) kl. 19.30 flytur Aldís Arnardóttir listfræðingur fyrirlestur um listakonuna Ásgerði Búadóttur, en sýning á verkum hennar stendur nú yfir hjá Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.
- Fimmtudagana 11. og 25. mars verður boðið upp á tvær ritsmiðjur kl. 19.30 til 22.30 bæði kvöldin, á vegum Héraðsbókasafns og í umsjón Sunnu Dísar Másdóttur bókmenntafræðings.
Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að fylgist með Safnahúsinu á Facebook og á www.safnahus.is.
Verið hjartanlega velkomin