Akstursþjónusta fyrir eldri borgara í Borgarbyggð

febrúar 27, 2020
Featured image for “Akstursþjónusta fyrir eldri borgara í Borgarbyggð”

Akstursþjónusta er í boði fyrir íbúa Borgarbyggðar, 67 ára og eldri sem búa á eigin heimili og geta ekki keyrt sjálfir.

Markmiðið er að gera eldri borgurum í sveitarfélaginu kleift að búa lengur í eigin húsnæði.

Akstur er í boði alla virka daga frá kl. 8:00 – 18:00 og er þjónustan veitt innan marka Borgarbyggðar, hámarksfjöldi ferða er 20 ferðir á mánuði. 

Gjald fyrir hverja ferð er 230 krónur þ.e. á milli A og B. Athugið að hvert erindi til og frá áfangastað telst sem tvær ferðir.

Sækja þarf um akstursþjónustu í síma 862 6164 með sólarhrings fyrirvara og ekki síðar en kl. 16:00 daginn fyrir ferðina.

Reglur um akstursþjónustu fyrir eldri borgara í Borgarbyggð


Share: