Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar tók sæti í Loftslagsráði þann 18. september s.l. að beiðni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Með tilkomu Ragnars í ráðinu mun rödd Borgarbyggðar ásamt þeim sveitarfélögum sem hafa víðáttumikil landbúnaðarlönd heyrast betur.
Nýtt Loftslagsráð kom saman í haust og tóku þar nýir meðlimir sæti í ráðinu, en þetta er í annað sinn sem ráðið er skipað af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ráðinu er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Ráðherra skipar auk þess formann og varaformann Loftslagsráðs.
Verkefni ráðsins eru eftirtalin:
- veita ráðgjöf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerðir til að auka kolefnisbindingu,
- veita ráðgjöf um aðlögun að loftslagsbreytingum,
- rýna á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál,
- hafa yfirsýn yfir miðlun fræðslu og upplýsinga um loftslagsmál til almennings, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga,
- rýna tillögur sem berast frá fagstofnunum um vöktun og rannsóknir sem tengjast loftslagsbreytingum,
- vinna að öðrum verkefnum sem ráðherra felur ráðinu hverju sinni.
Í ráðinu sitja:
Án tilnefningar
Halldór Þorgeirsson, formaður
Brynhildur Davíðsdóttir, varaformaður
Sigurður Thorlacius, aðalfulltrúi
Samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands
Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur
Samkvæmt tilnefningu Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð
Jóhanna Harpa Árnadóttir, stjórnarmaður
Samkvæmt tilnefningu háskólasamfélagsins
Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor
Steingrímur Jónsson, prófessor
Samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri
Samkvæmt tilnefningu Viðskiptaráðs Íslands
Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur
Samkvæmt tilnefningu Neytendasamtakanna
Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur
Samkvæmt tilnefningu Samtaka íslenskra sveitarfélaga
Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri
Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri
Samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur
Samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka
Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands
Ragnhildur Freysteinsdóttir frá Skógræktarfélagi Íslands
Varamenn þeirra eru, í sömu röð
Heimir Björn Janusarson, skrúðgarðyrkjufræðingur
Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
Helga Ögmundardóttir, lektor
Hlynur Óskarsson, sviðsstjóri
Guðrún Tryggvadóttir, bóndi
Agla Eir Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Björn Guðbrandur Jónsson frá Gróðri fyrir fólk í Landnámi Ingólfs
Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor