Sveitarstjóri í laugardagsþættinum Vikulokin á RÚV

október 22, 2019
Featured image for “Sveitarstjóri í laugardagsþættinum Vikulokin á RÚV”

Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar var gestur í morgunþættinum Vikulokin á RÚV laugardaginn 19. október, þar sem farið var yfir helstu fréttir vikunnar.

 Gunnlaugur ásamt þeim Katrínu Júlíusdóttur framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja og Hjálmari Jónssyni formanni Blaðamannafélags Íslands voru gestir Önnu Kristínar Jónsdóttur og Bergsteins Sigurðarsonar.

 Gestir þáttarins ræddu meðal annars um veru Íslands á gráum lista yfir þjóðir sem ekki tryggja varir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, Brexit, samruna á fjölmiðlamarkaði, samgöngumál og hlut skótaus í hlaupaafrekum.

Viðtalið má heyra hér.

11:02 Vikulokin, Gunnlaugur, Hjálmar og Katrín


Share: