Sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs

september 9, 2020
Featured image for “Sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs”

Við leitum eftir framsæknum stjórnanda og sérfræðing til þess að taka þátt í að efla og leiða þjónustu sveitarfélagsins inn í nýja tíma. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamið þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Viðkomandi verður einn af þremur sviðsstjórum sem heyra beint undir sveitarstjóra í skipuriti Borgarbyggðar og stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir, stefnumörkun og samþykkir sveitarstjórnar, fjárhagsáætlun og greiðsluáætlanir á hverjum tíma.

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs mun gegna lykilhlutverki í að leiða þróun á þjónustu sveitarfélagsins og tryggja vandaða stjórnsýslu. Undir sviðið heyrir meðal annars þjónustuver, málefni skipulags-, byggingar, umhverfis og framkvæmdarmála.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni:

  • Daglegur rekstur og stjórn stjórnsýslu- og þjónustusviðs, fjárhagsáætlanir og eftirfylgni þeirra 
  • Umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins 
  • Stuðningur og ráðgjöf til stjórnenda um faglega stjórnsýslu 
  • Forysta í mótun og þróun á þjónustu sveitarfélagsins þvert á svið 
  • Stefnumótun í þjónustuveitingu Borgarbyggðar, ásamt þjónustuþróun og innleiðingu notendamiðaðrar hönnunar 
  • Þróun og efling stafrænna þjónustuleiða 
  • Framfylgir ákvörðunum byggðaráðs og sveitarstjórnar á því sviði sem starfið tekur til 
  • Þátttaka í stjórnun, stefnumótun og umbótastarfi 
  • Útbýr skýrslu fyrir byggðaráð eftir ákvörðun sveitarstjóra.  
  • Þátttaka í stefnumótunarvinnu og vinnuhópum á vegum sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra. 
  • Ábyrgð á undirbúningi funda byggðaráðs og sveitarstjórnar, ritun fundargerða og frágang afgreiðslu mála í samráði við sveitarstjóra.  
  • Staðgengill sveitarstjóra.
  • Önnur þau verkefni sem sveitarstjóri felur honum 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í lögfræði, verkfræði, opinberri stjórnsýslu, MPM í verkefnastjórnun eða sambærilegum greinum ásamt framhaldsmenntun sem nýtist í starfi. 
  • Þjónustulund og reynsla af þjónustuþróun og notendamiðaðri þjónustu. 
  • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun. 
  • Reynsla og þekking af stjórnun og stjórnunarhæfileikar. 
  • Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu, sveitarstjórnarlögum og öðrum lögum sem undir sviðið heyra. 
  • Frumkvæði í starfi og skipulagshæfni. 
  • Sýna skipulögð, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Einstök samskiptahæfni sem miðar að því að stýra hóp starfsmanna og teymisvinnu. 
  • Góð almenn tölvukunnátta. 
  • Góð íslensku kunnátta og færni í framsetningu og miðlun upplýsinga í ræðu og riti. 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 23. september n.k.

Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is og Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjori@borgarbyggd.is.

Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is – sjá nánar hér.


Share: