Laus eru til umsóknar sumarstörf í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar, í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum, 100% störf, sumarafleysingar á öllum starfsstöðvum.
Kleppjárnsreykir: Karlmann frá 1. júní til 19. ágúst og konu í 6 vikur.
Varmaland: Karl og konu frá 8. júní til 19. ágúst.
Borgarnes: Karla og konur frá 4. júní til 31. ágúst.
Störfin eru vaktavinnustörf sem felast m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugar úti og inni, þrifum, afgreiðslu og fleiru.
Hæfnisviðmið:
– Hæfnispróf sundstaða
– Rík þjónustulund
– Hæfni í mannlegum samskiptum
– Metnaður til að standa sig vel í starfi
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi standist hæfnispróf sundstaða.
Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 437-1444.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kjalar.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar og konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef Borgarbyggðar, https://borgarbyggd.is/stjornsysla/umsoknir/.
Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala, upplýsingar um menntun og fyrri störf, og hvort umsækjandi uppfyllir hæfnisviðmið skv. auglýsingu.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2013. Umsóknir skulu sendar til forstöðumanns íþróttamannvirkja, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, eða í tölvupósti á netfangið ingunn28@borgarbyggd.is.