Sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri

maí 12, 2020
Featured image for “Sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri”

Fjölbreytt áhugaverð sumarstörf eru í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru með lögheimili í Borgarbyggð og eru á milli anna í námi. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Flest störfin eru umhverfisstörf sem felast í fegrun umhverfis og ásýndar Borgarbyggðar en einnig eru störf við félagsmál sem snúast um sérstaka þjónustu við íbúa og skráningu gagna. 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri á netfanginu ingibjorg@borgarbyggd.is.

Sótt er um störfin á þjónustugátt Borgarbyggðar og er umsóknarfrestur til og með 21. maí nk.  


Share: