Sumarnámskeið í Borgarbyggð

apríl 20, 2020
Featured image for “Sumarnámskeið í Borgarbyggð”

Við erum að leita eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að koma inn í sumar og vera með skemmtileg og fjölbreytt námskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára og 10-13 ára.

Tími dags og fjöldi daga er eftir samkomulagi en hvert námskeið er hámark 10 klst.

Námskeiðin fyrir 6-9 ára fara fram í Borgarnesi og á Hvanneyri en fyrir 10-13 ára geta námskeiðin verið staðsett í Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum eða Varmalandi.

Nánari upplýsingar veitir Svala Eyjólfsdóttir, forstöðumaður Frístundar í Borgarnesi í netfanginu fristund@borgarbyggd.is


Share: