Frá leikfélagi MB

Skáldkona ein skrifar „söguna“ eftir því sem hún fær kálfsskinn til, en bóndi hennar er orðinn langþreyttur á því að gripir hans nái aldrei fullum vexti.
Höfundar Stútungasögu eru þau Ármann Guðmundsson, Hjördís Hjartardóttir, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
17 nemendur taka þátt í leikritinu, en hópurinn er yfir 20 manns.
Síðustu tvö ár hafa nemendur farið þá leið að ráða til sín nýútskrifaða leiklistanema til að leikstýra uppfærslunni og hefur sú reynsla skilað sér vel og samstarfið gott.
Það var Bjartur Guðmundsson sem leikstýrði og samdi ásamt leikhóp Mannsins myrku hlið í fyrra eftir plötu Pink Floyd.
Leikfélag Menntaskólans sem hefur sett upp þessar uppfærslur:
2008: Gullna hliðið – Leikstjóri: Margrét Ákadóttir
2010: Uppreisn æru – Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir
2011: Mannsins myrka hlið – Leikstjóri: Bjartur Guðmundsson
2012: Stútungasaga – Leikstjóri: Stefán Benedikt Vilhelmsson
Miðsala í síma 8696968(Alda)/8655081(Eyrún) og einnig á leikfelag@menntaborg.is