Afmælis- og árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum verður haldin fimmtudaginn 22. mars kl. 15.00. Skólinn fagnar nú hálfrar aldar afmæli sínu og af því tilefni verður fyrirkomulag árshátíðarinnar með öðru sniði en undanfarin ár. Nemendur munu flytja mismunandi verk í skólahúsinu, stuttmyndir, viðtöl, ljósmyndir, afrekssögu nenenda, gera tískunni skil og margt fleira. Þá verða leikrit flutt á sviði í íþróttahúsinu.
Sjá dagskrá hér að neðan:
Dagskráin verður eftirfarandi:
Kl 15: Hátíðin sett með ávarpi skólastjóra íþróttahúsinu.
Ávörp gesta
Að því loknu fara gestir inn í skólahúsnæðið og skoða sýningu nemenda vegna afmælis skólans.
Kl 16:00: Leiksýningar í íþróttahúsinu.
Kl 17:00 : Leiksýningar í íþróttahúsinu endurteknar
Veitingar í boði skólans allan tímann.