Ókeypis tannlæknaþjónusta

apríl 28, 2011

Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn tekjulágra foreldra

Frá 1. maí til og með 26. ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna barna yngri en 18 ára. Tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt.

Tekið verður við umsóknum frá 28. apríl til og með 1. júní 2011. Sjá auglýsingu hér.

 

Share: