Vegna veikinda er auglýst eftir skólastjóra Laugargerðisskóla. Eins og gefur að skilja þarf viðkomandi að hefja störf sem allra fyrst og umsóknafrestur stuttur, eða til föstudagsins 10. ágúst n.k. Laugargerðisskólinn er staðsettur á Snæfellsnesi. Í skólanum eru um 50 börn úr Eyja- og Miklaholtshreppi og fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og er þeim að mestu kennt í 4 bekkjardeildum. Við skólann er starfræktur tónlistarskóli. Starfsmenn eru alls um 15. Skólinn er rekinn í byggðasamlagi Eyja- og Miklaholtshreppi og Borgarbyggðar.
Skriflegar umsóknir skulu berast til Ásbjörns Pálssonar formanns byggðasamlagsins, Haukatungu, 311 Borgarnesi. Umsóknarfrestur er, eins og áður segir, til föstudagsins 10. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Ásbjörn í síma 435-6762 og 893-6762 og á netfangið asbjorn-helga@simnet.is.