Sparisjóður Mýrasýslu fyrirtæki ársins 2004 í Borgarbyggð

maí 23, 2005
Á atvinnuvegasýningunni Gakktu í bæinn var tilkynnt um niðurstöðu í vali bæjarráðs Borgarbyggðar á fyrirtæki ársins.
Fyrirtæki ársins 2004 var Sparisjóður Mýrasýslu, en sjóðurinn skilaði tæplega 200 milljón króna hagnaði árinu og var síðastliðið ár eitthvert það besta í sögu sjóðsins.
Þá var Vegagerðin heiðruð fyrir góðan aðbúnað til handa starfsfólki sínu og snyrtilega umgengni jafnt utan dyra sem innan og ábúendur að Lambastöðum fengu viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í landbúnaði og skemmtilega tengingu landbúnaðar og ferðaþjónustu.
Verkalýðsfélag Borgarness og SSV-þróun og ráðgjöf veittu bæjarráði liðsinni við val á fyrirtæki ársins.
 

Share: