Fundur bæjastjóra í Borgarnesi og á Akranesi

maí 24, 2005
Árlegur vorfundur bæjarstjóra var að þessi sinni haldinn í Borgarnesi og á Akranesi dagana 19. og 20. maí s.l. Alls voru 29 bæjarstjórar ásamt mökum mættir á fundinn, en hópurinn gisti á Hótel Borgarnesi. Á fundinum ræddu bæjarstjórarnir ýmis málefni sem varða sveitarfélög í landinu. Auk þess var m.a. farið í heimsókn í Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum, Grundaskóla, Dvalarheimilið Höfða, Kirkjuhvol, Háskólann að Bifröst og Deildartunguhver. Þá var farið í heimsókn til Antons Ottesen á Ytra Hólmi og til Þorkels Fjeldsted og systur hans Guðrúnar Fjeldsted í veiðisafninu í Ferjukoti.
Heimsóknin og fundirnir tókust í alla staði mjög vel.
 
 

Share: