Sveitarfélögin Akranes, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur óska eftir tilboðum í verkið
„Sorphirða á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi“ .
Verktími: 1. júlí 2010 – 1. júlí 2015
Útboðsgögn verða afhent án endurgjalds á geisladiski í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16 – 18, 300 Akranes frá og með þriðjudeginum 13. apríl næstkomandi.
Hægt verður að fá gögnin afhent á pappír gegn gjaldi kr. 5.000,-
Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 4. maí n.k. kl. 11:00 að Innrimel 3 í Hvalfjarðarsveit (skrifstofur Hvalfjarðarsveitar).