Sorphirða og ófærð

febrúar 13, 2018
Featured image for “Sorphirða og ófærð”

Sorphirða gengur afar hægt vegna veðurs og færðar. Unnið er að hirðu á almennu sorpi í minni þéttbýliskjörnum þriðjudaginn 13. febrúar  og ekki liggur fyrir hvenær því verður lokið.

Í kjölfarið er græna tunnan hirt í Borgarnesi. Íbúar eru hvattir til að moka snjó frá ílátum og úr innkeyrslum til að auðvelda starfsfólki sorphirðunnar sín störf.


Share: